Íslamska ríkið með .is lén

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, bendir á það á samfélagsvefnum Facebook að samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki eru með vefsvæði skráð á Íslandi. Virðist sem svo að henni hafi verið bent á þessa undarlegu tengingu Íslands við samtökin illræmdu á samfélagsvefnum Twitter.

Um er að ræða einskonar fréttasíðu samtakanna sem nálgast má á slóðinni khilafah.is. Þar eru sagðar fréttir af framgangi þeirra í Írak og Sýrlandi ásamt myndum og myndböndum. Á vefsvæði ISNIC má sjá að maður að nafni Azym Abdullah er skráður fyrir léninu og er hann skráður til heimilis í Nýja-Sjálandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina