Loka leið A upp að gosinu

Hraunið rennur í nokkuð stöðugum straum.
Hraunið rennur í nokkuð stöðugum straum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur nú lokað leið A upp að gosstöðvunum, því stendur nú leið B eftir sem er að sögn deildarinnar „ekki fyrir óvana göngumenn“. Mælst er til þess að óvanir gangi suður fyrir Borgarfjall og inn að Nátthaga til þess að berja hraunið augum.

Biðja fólk að ganga ekki á hrauninu

Bæði lögreglan á Suðurnesjum og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka að það sé lífshættulegt að stíga ofan á hraunið. Nýlega hefur mikið verið fjallað um erlendan ferðamann sem gekk á hrauninu langa vegalengd en atvikið sást vel á vefmyndavél mbl.is

„Við erum með land­verði, björg­un­ar­sveitar­fólk og lög­reglu­menn í kring­um svæðið en það verður hrein­lega að horfa til þess að fólk átti sig á því að þetta er stór­hættu­legt,“ sagði Gunnar Schram, yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um, í samtali við mbl.is í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert