Jón Baldvin fer aftur fyrir héraðsdóm í október

Mál Jóns Baldvins verður enn einu sinni tekið fyrir í …
Mál Jóns Baldvins verður enn einu sinni tekið fyrir í héraði þann 11. október. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, fer fram þann 11. október næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Jóns, í samtali við mbl.is.

Málið hefur verið sent fram og til baka úr héraði í Landsrétt og er þetta í þriðja skiptið sem héraðsdómur tekur það fyrir. 

Jón er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á Carmen Jóhannsdóttur með því að hafa strokið henni ákaft utan klæða þegar hún var gestkomandi á heimili Jóns og eiginkonu hans í bænum Salobreña í Andalúsíu á Spáni.

Landsréttur sendi málið heim í hérað

Héraðsdómur hafði vísað máli Jóns frá þar sem hann taldi ekki að háttsemi Jóns Baldvins væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum og að ákvæðið sem kom til álita væri sambærilegt ákvæðum íslenskra hegningarlaga.

Héraðssaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar sem var á öðru máli og taldi hið meinta kynferðisbrot falla undir ákvæði spænskra laga og felldi því úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert