Gylfi sakaður um brot gegn barni

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton. AFP

Gylfi Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er samkvæmt heimildum mbl.is til rannsóknar lögreglu í Manchester á Englandi vegna meints brots gegn barni.

Gylfi hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum, en þar hefur þó komið fram að umræddur leikmaður Everton sé kvæntur, 31 árs og spili reglulega með sínu landsliði. Tekið er fram að viðkomandi sé ekki nafngreindur sökum lagalegra ástæðna.

Settur í bann vegna rannsóknar

Æfingaleikur fór fram hjá félaginu um liðna helgi. Gylfi lék ekki með liðinu og var ekki á lista yfir leikmenn liðsins.

Evert­on staðfesti í gærkvöldi að leikmaður úr aðalliði fé­lags­ins hefði verið sett­ur í bann vegna lög­reglu­rann­sókn­ar.

Í til­kynn­ing­u félagsins sagði: „Fé­lagið mun halda áfram að aðstoða yf­ir­völd við þeirra rann­sókn og mun ekki gefa neitt frek­ar út að sinni.“

Eins og greint var frá í gær var leikmaður Everton handtekinn á föstudag og síðan látinn laus gegn tryggingu. Húsleit hafi verið gerð heima hjá leikmanninum fyrr í mánuðinum og hald lagt á hluti ásamt því að leikmaðurinn var yfirheyrður.

Ekki náðist í Gylfa við vinnslu fréttarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina