Everton sendir út staðfestingu

Goodison Park er heimavöllur Everton.
Goodison Park er heimavöllur Everton. AFP

Enska knattspyrnufélagið Everton staðfesti rétt í þessu að leikmaður úr aðalliði félagsins hefði verið settur í bann vegna lögreglurannsóknar.

Í tilkynningunni segir: „Félagið mun halda áfram að aðstoða yfirvöld við þeirra rannsókn og mun ekki gefa neitt frekar út að sinni.“

mbl.is