Skýrslur teknar í dag og rannsókn hafin

Rannsókn er hafin vegna máls manns sem lést í haldi …
Rannsókn er hafin vegna máls manns sem lést í haldi lögreglu aðfaranótt sunnudags. Eggert Jóhannesson

Rannsókn er á frumstigi í máli mannsins er lést í haldi lögreglu í kjölfar handtöku þar síðustu nótt. Þetta segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við mbl.is.

Spurð hver séu næstu skref segir Kolbrún: „Rannsókn málsins er bara hafin. Það verða teknar skýrslur núna í dag og svo þurfum við bara að fá ákveðin læknisfræðileg gögn og svo framvegis. Það er bara verið að taka fyrstu skrefin.“

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir rannsókn málsins á frumstigi.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir rannsókn málsins á frumstigi. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Kolbrún segir ekki liggja fyrir hvenær hægt verði að gefa upp nafn mannsins sem lést. Slíkt þurfi eðli málsins samkvæmt að gera í samráði við ættingja mannsins.

Maðurinn var handtekinn í austurbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Lögregla og sjúkralið höfðu þá verið kölluð til vegna tilkynningar um mann í annarlegu ástandi. Þegar lögreglubíllinn var á leið sinni á sjúkrahús fór maðurinn í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en báru þó ekki árangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert