Aukin hætta á skriðum

Frá Seyðisfirði eftir skriður sem féllu þar í desember.
Frá Seyðisfirði eftir skriður sem féllu þar í desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðal áhrifa hlýnunar andrúmsloftsins er minnkun sífrera í fjöllun og hop jökla sem mikil skriðuhætta fylgir en einnig aukin ákefð í úrkomu eða rigning í stað snjókomu að vetrarlagi sem einnig eykur hættu á skriðuföllum. Þetta er meðal beinna afleiðinga sem gróðurhúsaáhrifin geta haft hér á landi, að mati vísindamanna og fjallað er um í skýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor í jöklafræði, segir að erfitt sé að tengja einstaka atburði við þessa þróun en bendir á að aðstæður á Seyðisfirði, þar sem aurskriður ollu miklu tjóni í desember, hafi verið dæmigerðar fyrir það sem er að gerast.

Skilaboðin sem felast í skýrslunni eru eindregin að mati Halldórs Björnssonar, hópstjóra veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands: „Ekki er lengur hægt að halda áfram eins og við höfum gert. Það þarf að draga mikið úr losun svo við komumst ekki í algert óefni.“ Hann segir Íslendinga geta dregið úr losun. Það sé ekki óleysanlegt verkefni en leysist ekki af sjálfu sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert