Myndskeið: „Mikið sjónarspil“

Hlaup er nú í Skaftá.
Hlaup er nú í Skaftá. mbl.is/RAX

Jón Grétar Sigurðsson flugmaður flaug yfir Vestari-Skaftárkatla um tvöleytið í dag og deildi eftirfarandi myndskeiði á facebooksíðu sinni. Undan katlinum rennur nú hlaup og segir Jón það vera svipað því sem hann hefur séð síðustu ár.

„Umfangið er ekki það mikið en auðvitað er þetta mikið sjónarspil af því að stærðin er svo svakaleg,“ segir Jón í samtali við mbl.is.

Á vef Veðurstofunnar segir að alls sé vitað um 58 hlaup í Skaftá en Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman.

Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum. Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert