Búast má við vatni við þjóðveginn

Enn þá má gera ráð fyrir einhverju vatni við þjóðveginn.
Enn þá má gera ráð fyrir einhverju vatni við þjóðveginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn þá má búast við að hlaupið úr Skaftá verði þess valdandi að eitthvert vatn verði við þjóðveginn og á láglendinu þar, að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Hann segir rennsli við bæði Sveinstind og Eldvatn fara enn minnkandi en við Kirkjubæjarklaustur sé það enn þá nokkuð jafnt.

„Það verður fundur hjá okkur núna á eftir um framhaldið en það má enn þá gera ráð fyrir einhverju vatni þarna við þjóðveginn eða á láglendi,“ segir Böðvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert