Um 19% greitt atkvæði utan kjörfundar

Fleiri hafa greitt atkvæði utan kjörfundar nú en samtals utan …
Fleiri hafa greitt atkvæði utan kjörfundar nú en samtals utan kjörfundar í síðustu alþingiskosningum. mbl.is/Inga Þóra

Alls hafa um 18,7% kosningabærra manna greitt atkvæði utan kjörfundar í alþingiskosningunum sem formlega hefjast á morgun. 

Samtals greiddu um 39.300 manns atkvæði utan kjörfundar í alþingiskosningunum árið 2017 en nú hafa um 47.600 manns skilað inn atkvæði utan kjörfundar.

Útlit fyrir svipaða kjörsókn í dag og í gær

Mikill fjöldi streymdi inn á kjörstað í Smáralind í dag og myndaðist löng biðröð, en Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við mbl.is að aðsóknin hafi verið mikil í gær og í dag. 

Um 5.800 manns greiddu atkvæði utan kjörfundar í gær og er útlit fyrir að svipaður fjöldi greiði atkvæði í dag.

Kjörstaðir utan kjörfundar loka klukkan 10 í kvöld en aftur verður opið frá klukkan 10 til 17 á morgun, fyrir þá sem hafa lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert