Þakplötur fjúka í Bolungarvík

Bolungarvík.
Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Bolungarvík upp úr klukkan átta í morgun vegna þakplatna sem fuku í miklum vindi. 

Þá fuku einnig garðskúrar og aðrir lausamunir í óveðrinu og höfðu björgunarsveitir í nógu að snúast. Þar fyrir utan hefur þó verið rólegt að mestu. 

Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. 

Snælduvitlaust veður gengur nú yfir norðvestanvert landið. Á vef Veðurstofu Íslands segir að nú séu um 21 vindstig og mikil úrkoma á vestanverðum Vestfjörðum. Samkvæmt spá á að lægja með deginum en þó ekki hratt, enn er spáð um 17 m/s um klukkan 18 í dag, mikilli úrkomu og fjórum gráðum. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert