Upplifa óöryggi á vanbúnum bílum

Björg Loftsdóttir segir sjúkraliða sem starfa í erfi byggðum upplifa …
Björg Loftsdóttir segir sjúkraliða sem starfa í erfi byggðum upplifa mikið óöryggi eftir að bílarnir voru teknir af nagladekkjum.

Björg Loftsdóttir, sjúkraliði hjá Reykjavíkurborg, segir starfsmenn sem sinna heimahjúkrun á vegum Reykjavíkurborgar í efri byggðum borgarinnar upplifa mikið óröyggi í starfi eftir að ákveðið var að bílar á vegum borgarinnar skyldu ekki vera á negldum dekkjum í vetur. Hún segir það einnig geta bitnað á þjónustunni.

Bílar Reykjavíkurborgar voru teknir af nagladekkjum fyrir ekki svo löngu, eftir að kvörtun barst vegna nagladekkjanna. Bílarnir höfðu verið á nagladekkjum síðan í október. Hún bendir á að ákvörðunin hafi verið tekin í flýti og kosti skattgreiðendur háar fjárhæðir.

Björg sinnir heimahjúkrun í efri byggðum borgarinnar og þarf oft að keyra út á Kjalarnes. „Það er allt annað verðurfar í efri byggðum. Ég myndi ekki fara út í óveðri á mínum bíl. En ég þarf að fara út í hvaða veðri sem er til að sinna vinnu minni. Ég er að fara til fólks sem er veikt. Ég þarf að koma því í rúmið, gefa því lyf,“ segir Björg í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert