Hraðinn lækkaður og skiltin fjarlægð

Hámarkshraðinn 50 km/klst verður sjaldséður í borginni.
Hámarkshraðinn 50 km/klst verður sjaldséður í borginni. mbl.is/Unnur Karen

Starfsmenn framkvæmdadeildar Reykjavíkurborgar hafa á síðustu dögum tekið niður fjölda hraðaskilta við íbúðagötur í austurborginni. Þetta er gert í kjölfar þeirrar ákvörðunar borgarráðs og undirstofnana þess að lækka umferðarhraða í íbúðagötum úr 50 km í 30 km á klukkustund. Einnig hafa skilti verið færð til; sett nær stofnbrautum og eru þar til auðkenningar þegar ekið er inn í íbúðagöturnar.

„Sennilega eru þetta um 90 skilti sem við höfum fært til. Svo er svipaður fjöldi af skiltum sem við höfum tekið niður og eru komin í geymslu, segir Stefán Gíslason, rekstrarstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði. Mest hefur verið um breytingar þessar í Langholtshverfi og í Grafarvogi, hvar er fjöldi íbúðagatna sem í sumum tilvikum eru botnlangar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »