Mikill samdráttur í sölu á neftóbaki

Kort/mbl.is

Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 35% á milli ára samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Fyrstu 11 mánuði ársins seldust tæp 15 þúsund kíló en á sama tíma í fyrra nam salan rúmum 23 þúsund kílóum.

Samdrátturinn er enn meiri ef horft er til ársins 2019. Það ár seldust 42 þúsund kíló fyrstu 11 mánuði ársins. Sala á neftóbaki hefur því alls dregist saman um 64% á tveimur árum. Sala á sígarettum hefur dregist saman um tæp 7% milli ára og rímar það við tölur um sífellt minni reykingar landsmanna sem sagt var frá í Morgunblaðinu fyrir skemmstu.

Áfengissala í Vínbúðunum var svipuð fyrstu 11 mánuði ársins í ár og í fyrra. 

Íslenskt neftóbak.
Íslenskt neftóbak. mbl.is/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert