Drónar hættulegir flugvélum

Dróni á flugi.
Dróni á flugi. AFP

Isavia hefur fengið níu tilkynningar á undanförnum tveimur árum um að drónum hafi verið flogið innan skilgreindra bannsvæða í nálægð við flugvelli, flugvélar eða í stjórnuðu loftrými.

Samgöngustofa hefur vakið athygli á þessu og minnir á að við alþjóðaflugvelli er tveggja kílómetra nálægðartakmörkun en 1,5 km við aðra áætlunarflugvelli. Það er gert vegna mikillar slysahættu.

Samgöngustofa segir að almennt séu drónaflugmenn til fyrirmyndar en þrátt fyrir það komu fyrrgreind tilvik upp. Drónaflugmenn eru hvattir til að uppfæra hugbúnað drónans fyrir hvert flug og upplýsingar um takmarkanir á flugi.

Skapa hættu fyrir flugvélar

„Ég hef orðið fyrir því að sjá dróna á Keflavíkurflugvelli og við höfum fengið skýrslur um að drónar hafi flogið í veg fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli, Keflavíkurflugvelli, Selfossflugvelli og víðar,“ sagði Óskar Pétur Sævarsson, flugkennari og öryggisstjóri hjá Flugakademíu Íslands. Hann sagði að ekki sé tilkynnt um öll drónatilvik. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert