Staðan að breytast að mati Runólfs

Farsóttarnefnd rýnir nú í gögn og vera kann að staðan …
Farsóttarnefnd rýnir nú í gögn og vera kann að staðan fari að breytast að mati Runólfs. mbl.is/Jón Pétur

„Við erum á þeim stað núna að það eru að verða ákveðnar breytingar,“ segir Runólfur Pálsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans.

Farsóttarnefnd rýnir nú í nýjar upplýsingar sem berast óðum um stöðu faraldursins og er nú verið að skoða stöðu mála innan spítalans en sóttvarnalæknir metur nú forsendur fyrir afléttingum aðgerða. Taka þarf afstöðu til ýmissa gagna, þar á meðal áhrif faraldursins á mismunandi aldurshópa, að sögn Runólfs.

Staðan á Íslandi einstaklega góð hvað varðar bólusetningarstöðu viðkvæmra

„Álagið á spítalanum er ekki einungis vegna veikinda. Það er líka vegna brottfalls á starfsfólki sem smitast og leiðir til manneklu,“ segir hann. 

Staðan á Íslandi sé framúrskarandi hvað varðar bólusetningarstöðu viðkvæmra hópa en flestir áhættuhópar séu búnir að fá örvunarskammt. „Og það skilar miklu, verndar enn fólk enn betur en þessi venjulega bólusetning,“ segir hann.

Maður hefur heyrt að andlát þeirra sem eru sýktir af Covid-19 séu ávallt skráð sem Covid-andlát, jafnvel þótt annar sjúkdómur gæti hafa valdið andlátinu. Er verið að skoða þetta?

„Já, þessi umræða hefur komið upp og ekki bara hér á landi. Þetta er eitthvað sem farsóttarnefnd er að skoða.“

Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans.
Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans. Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka