Framkvæmdir á þessu ári

Mannvirki hafa verið sett inn á loftmynd. Stíflan og Hagalón …
Mannvirki hafa verið sett inn á loftmynd. Stíflan og Hagalón eru mest áberandi. Mikið lokukerfi er í stíflunni og laxastigi og seiðafleyta til hliðar. Stöðvarhúsið verður lítt sýnilegt í landi Hvamms, til hægri á myndinni. Neðan við stífluna sést í endann á Minnanúpshólma. Undir fjallinu kúrir bærinn Hagi og Gaukshöfði er lengra upp með ánni. Í fjarska sést til Búrfells. Tölvugerð mynd/Landsvirkjun

Ef áætlanir Landsvirkjunar ganga eftir og nauðsynleg leyfi fást í tíma verður unnt að hefja undirbúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun í neðrihluta Þjórsár undir lok þessa árs og auglýsa útboð á byggingarframkvæmdum. Þetta er þó háð afgreiðslu á virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi. Þá hefur stjórn Landsvirkjunar ekki ákveðið að ráðast í framkvæmdina.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Aðalatriðið er að við séum með skilvirt kerfi þar sem leyfisveitingar taki ekki of langan tíma en á sama tíma sé ekki veittur afsláttur af gæðum leyfisveitinganna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, þegar hann er spurður hvort leyfisveitingakerfi virkjana sé nógu skilvirkt. Landsvirkjun sótti um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun fyrir átta mánuðum. Orkustofnun hefur nú svarað og óskað eftir nánari upplýsingum.

Byrjað á frárennslisskurði

Eftir áratuga undirbúning þar sem forsendur hafa iðulega breyst hillir nú undir að framkvæmdir hefjist við Hvammsvirkjun sem er efst fyrirhugaðra virkjana í neðrihluta Þjórsá og verður áttunda aflstöð Landsvirkjunar á Þjórsár-Tungnaársvæðinu. Undirbúningsframkvæmdir felast meðal annars í vegagerð, greftri á frárennslisskurði, aðstöðusköpun og færslu á mastri Búrfellslínu sem liggur yfir vinnusvæðið.

Valur Knútsson, forstöðumaður á framkvæmdasviði Landsvirkjunar, segir að vegna erfiðs aðgangs að efnisnámum hafi verið ákveðið að byrja á því að grafa frárennslisskurðinn og nota efnið við uppbyggingu vega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert