Hafa augastað á nýja Landsbankahúsinu

Nýbygging Landsbankans er að rísa. Ríkið hefur áhuga á að …
Nýbygging Landsbankans er að rísa. Ríkið hefur áhuga á að eignast norðurhúsið, sem er nær Hörpu. Árni Sæberg

Ríkið stefnir að því að hefja formlegar samningaviðræður við Landsbankann um kaup á norðurhúsinu við Austurbakka sem er í byggingu. Kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hagkvæmri niðurstöðu um kaup ríkisins á eigninni. Um sé að ræða nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem hægt sé að sérsníða að þörfum Stjórnarráðsins innan tiltölulega skamms tíma. Því sé um álitlegan kost að ræða.

Í tilkynningu á heimasíðu Stjórnarráðsins kemur fram að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi undanfarna mánuði unnið að greiningu á framtíðarskipan húsnæðismála Stjórnarráðsins. Nú liggi fyrir tillögur um skipulag húsnæðismála til lengri og skemmri tíma.

Til lengri tíma er gert ráð fyrir að starfsemi Stjórnarráðsins verði í stærri og sveigjanlegum einingum á og við Stjórnarráðsreit. Um er að ræða Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu auk viðbyggingar, Skúlagötu 4, Sölvhólsgötu 4, Sölvhólsgötu 7-9, Arnarhvol við Lindargötu og Norðurhús á Austurbakka auk þess sem gamla Hæstaréttarhúsið við Lindargötu verður nýtt undir sameiginlega aðstöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert