Flutt frá Hótel Sögu innan viku

Hótel Saga.
Hótel Saga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flóttafólki sem dvelur á Hótel Sögu verður vísað í önnur úrræði innan viku. Ágætlega gengur að koma fólkinu í ný úrræði, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, aðgerðastjóra teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Framtak Háskólans á Bifröst er meðal úrræðanna en þar verður 150 flóttamönnum boðið húsnæði.

„Margt af fólkinu var komið með húsnæði sjálft og öðrum bauðst að flytja til dæmis á Bifröst,“ segir hann. „Þetta er þannig að við höfum til dæmis húsnæði eins og Bifröst upp á að bjóða en ef fólk þiggur það ekki, þá er það undir því sjálfu komið að finna sér húsnæði á meðan það er í okkar umsjón og áður en það fer yfir til sveitarfélaganna.“ Spurður hvort margir séu enn á Hótel Sögu svarar Gylfi játandi.

„Það er töluverður fjöldi eftir en Hótel Saga er náttúrlega bara skammtímahúsnæði sem við notum áfram, þannig að það koma nýir einstaklingar til landsins og fara þá meðal annars þar inn.“ Hótel Saga hefur útvegað að minnsta kosti sextíu manns á flótta frá Úkraínu gististað, frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. Framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Sögu en ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta keyptu húsnæðið í lok síðasta árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »