„Hitinn gæti skriðið yfir 15 stig í dag“

mbl.is/Hari

Veðurstofa Íslands spáir norðaustlægri átt í dag, víða 5 til 13 metrum á sekúndu. Útlit er fyrir rigningu á Norður- og Austurlandi og um tíma norðvestantil. Þá spáir veðurstofan skúrum suðaustanlands og segir líkur á stöku síðdegisskúrum suðvestantil. Draga á úr vindi og úrkomu í nótt og á morgun verður fremur hægur vindur og sums staðar skúrir, einkum síðdegis.

„Hitinn gæti skriðið yfir 15 stig í dag, þar sem best lætur syðst á landinu en svalast verður fyrir norðan og þar má búast við 4 til 8 stiga hita. Á morgun verða svipaðar hitatölum á sunnanverðu landinu en fara heldur hækkandi norðantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is