Gengur „rólega“ að tala við hinn grunaða

Verið er að dreifa drykkjarföngum til lögreglufólks á vettvangi.
Verið er að dreifa drykkjarföngum til lögreglufólks á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla á nú í samskiptum við mann, sem grunaður er um að hafa skotið að kyrrstæðum bíl við Miðvang í Hafnarfirði, í gegnum síma. Aðspurður segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, að maðurinn hafi svarað lögreglu símleiðis en að það gangi „rólega“ að ræða við hann. 

Íbúar hafa kíkt út á svalir

Húsið sem um ræðir hefur ekki verið rýmt og hafa íbúar sést úti á svölum. 

Maðurinn sem um ræðir er enn inni í blokkinni við Miðvang 41. Hann er staddur á þriðju hæð hússins. 

Þó nokkrir sérsveitarmenn og lögreglumenn eru á svæðinu. Þar eru einnig sjúkrabílar. Þá hefur svæðið sem girt er af vegna lögregluaðgerðarinnar verið stækkað. 

Engan hefur sakað en lögreglu barst útkall vegna málsins klukkan tuttugu mínútur í átta. 

Svæðið sem girt er af hefur verið stækkað.
Svæðið sem girt er af hefur verið stækkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lögreglumenn með vélmenni sem farið var með inn í húsið.
Lögreglumenn með vélmenni sem farið var með inn í húsið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Frá vettvangi við Miðvang 41.
Frá vettvangi við Miðvang 41. mbl.is/Tómas Arnar
mbl.is