Hefur ekki verið beðinn um að stíga til hliðar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, telur sig ekki hafa brotið lög með umdeildum ummælum sem hann lét falla á Facebook um samkynhneigða hælisleitendur. Þá kveðst hann ekki hafa verið beðinn um að stíga til hliðar vegna færslunnar enda sé ekkert tilefni til þess en eins og greint var frá í gær hyggjast Samtökin 78 leggja fram kæru vegna málsins. 

Í færslunni sem um ræðir segir Helgi Magnús samkynhneigða hælisleitendur auðvitað ljúga. 

„Flest­ir hæl­is­leit­end­ur koma í von um meiri pen­ing og betra líf. Hver lýg­ur sér ekki til bjarg­ar? Þar fyr­ir utan er ein­hver skort­ur á homm­um á Íslandi,“ sagði í færslu vararíkissaksóknarans. 

Helgi Magnús hlaut mikla gagnrýni og þóttu ummælin ekki síður óviðeigandi í ljósi stöðu hans sem vararíkissaksóknari. Þá staðfesti Daní­el E. Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna 78, að samtökin ætli að leggja fram kæru í dag.

Í samtali við mbl.is segist Helgi ekki skilja áflöt kærunnar. 

„Kerfið virkar ekki þannig að menn út í bæ stjórni hlutunum með því að senda inn kæru, þetta gæti verið tilefni til rannsóknar og kannski mér verði síðan vísað frá, en það ræðst ekki af skoðunum kærenda, heldur hvort þetta sé lögbrot,“ segir Helgi í samtali við mbl.is. 

„Ég hefði aldrei sagt þetta ef ég hefði talið mig vera að brjóta lög.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert