Snúin staða sem kemur ekki á óvart

Katrín segir stöðuna snúna.
Katrín segir stöðuna snúna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staðan er auðvitað mjög snúin og þarf það ekki að koma neinum á óvart. Við erum að koma úr heimsfaraldri sem hafði verulegar efnahagslegar afleiðingar og í kjölfarið hefst stríðið í Evrópu sem er einnig að hafa efnahagslegar afleiðingar. Þannig að áskoranirnar hafa breyst.“

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um nýútgefna skýrslu sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Þjóðhagsráð um stöðu og horf­ur á vinnu­markaði í aðdrag­anda kjara­samn­inga.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að takmarkað svigrúm sé til launahækkana.

„Það sem hagfræðingarnir eru að draga fram er þessi snúna staða sem við hljótum öll að vera sammála um. Það er ekki hægt að neita því að þetta eru forsendur sem enginn gat séð fyrir,“ segir Katrín.

Aðhald í ríkisrekstri

Í maí tilkynntu stjórnvöld mót­vægisaðgerðir til að draga úr áhrif­um verðbólgu á lífs­kjör viðkvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins. Voru bætur al­manna­trygg­inga og húsnæðisbætur meðal annars hækkaðar.

Aðspurð segir Katrín að stjórnvöld muni halda áfram að reyna draga úr áhrifum verðbólgunnar. 

„Við höfum boðað ákveðið aðhald í ríkisrekstri á árinu 2023 til þess að vinna með peningastefnunni, þannig að við getum dregið úr áhrifum verðbólgunnar og séum ekki að valda þenslu ofan í þessa stöðu. Þannig að það er verið að slá framkvæmdum á frest og það er verið að boða aukna tekjuöflun til þess að takast á við þessa stöðu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert