Eru Íslendingar á bannlista?

Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússnesk yfirvöld tilkynntu í apríl að …
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússnesk yfirvöld tilkynntu í apríl að níu Íslendingar væru á sérstökum bannlista. Þarlend yfirvöld hafa hins vegar ekkert gefið út sem bendi til þess að svo sé. AFP

Hvergi er að finna upplýsingar á opinberum síðum rússneskra stjórnvalda upplýsingar um þá einstaklinga sem þau sjálf halda fram að settir hafa verið á sérstakan bannlista. Það er því bæði óljóst hver sé á listanum og hvort fullyrðingar um að íslenskir ríkisborgarar séu á honum séu réttar.

Þann 29. apríl síðastliðinn birti rússneska utanríkisráðuneytið á vef sínum tilkynningu um að níu íslenskir, 16 norskir, þrír grænlenskir og þrír færeyskir ríkisborgarar hafi verið settir á sérstakan bannlista rússneskra yfirvalda sem svar við þátttöku ríkjanna í efnahagsaðgerðum gegn rússneskum aðilum í kjölfar innrásar Rússland í Úkraínu. Var fullyrt í tilkynningunni, sem bæði er aðgengileg í rússneskri og enskri útgáfu, að á listanum væru þingmenn, einstaklingar úr viðskiptalífi, fjölmiðlum og fræðasamfélagi sem „taka virkan þátt í and-rússneskri orðræðu“. Er þessum einstaklingum meðal annars meinað að ferðast til Rússlands.

Í ensku útgáfunni hefur frá upphafi staðið „to be continued…“ eða „framhald væntanlegt“. Ekkert framhald hefur verið birt hjá rússneska utanríkisráðuneytinu eða öðrum stofnunum rússneskra yfirvalda. Ekkert framhald er boðað í rússnesku útgáfu tilkynningarinnar. Ekkert er heldur að finna um málið í yfirliti mála á vef rússneska utanríkisráðuneytisins eða vef Dúmunnar, rússneska þinginu.

Eins og mbl.is fjallaði um í júní hefur utanríkisráðuneyti Íslands ekki verið tilkynnt um þá Íslendinga sem kunna að vera á meintum lista.

Vaknað hafa spurningar um hvort umræddur listi sé til og hvort um sé að ræða einhverskonar fyrirslátt af hálfu rússneskra yfirvalda.

Ekki er hægt að útiloka að listinn sé einhverstaðar á borði rússnesks embættismanns en málið gæti þótt svo þýðingarlítið atriði í augum Rússlands að það hefur ekki þótt tilefni til að taka það til formlegrar afgreiðslu. Þá er einnig möguleiki að ekki þyki tilefni í Kreml til að upplýsa um það hverjir eru á meintum bannlistum þarlendra yfirvalda.

Tilkynningin um bannlistann eins og hún var birt á ensku. …
Tilkynningin um bannlistann eins og hún var birt á ensku. Ekkert framhald hefur verið birt eins og boðað hefur verið. Skjáskot/Utanríkisráðuneyti Rússlands
Tilkynningin í heild sinni eins og hún var birt á …
Tilkynningin í heild sinni eins og hún var birt á rússnesku. Skjáskot/Utanríkisráðuneyti Rússlands
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »