Gætu krafist lengra gæsluvarðhalds

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Lögreglan ætlar að athuga hversu langt hún kemst með rannsókn á meintum undirbúningi á hryðjuverkum hér á landi áður en hún gerir kröfu um áframhald á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem eru í haldi, eða öðrum þeirra.

Þetta sagði Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi í dag, spurður hvers vegna aðeins var óskað eftir viku gæsluvarðhaldi yfir öðrum mannanna.

Annar mannanna var í síðustu viku úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og vikulangt gæsluvarðhald yfir hinum var framlengt í dag þangað til 6. október næstkomandi.

Spurður hvort almenningur þurfi að hafa áhyggjur af hættu á götum úti af framlenging á gæsluvarðhald fæst ekki samþykkt í næstu viku sagði Grímur of snemmt að fara út í þá sálma.  „Við erum að rannsaka, eins og við höfum orðað það ætlaðan undirbúning að hryðjuverki, þannig að við þyrftum að skoða sérstaklega hvort það þyrfti að meta þá hættu,“ sagði hann.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert