Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveim­ur mönn­um sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðju­verk hér á landi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari í samtali við mbl.is. 

Mennirnir hafa nú verið í haldi frá því í september, eða í sjö vikur, en lögregla má ekki halda fólki í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Báðir karl­menn­irn­ir eru á þrítugs­aldri.

Hvernig gengur rannsóknin?

„Henni miðar í raun og veru alveg ágætlega. Það er ágætis framvinda í þessu – töluverður hópur manna að vinna í málinu. Þannig að málið vinnst ágætlega en það er samt svolítið eftir,“ segir Ólafur. 

mbl.is