Stefnir ríkinu vegna banns við notkun Ivermectin

Guðmundur Karl Snæbjörnsson.
Guðmundur Karl Snæbjörnsson. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, sérfræðingur í heimilislækningum, hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm eftir að heilbrigðisráðuneytið samþykkti að notkun lyfsins Ivermectin gegn Covid skyldi bönnuð.

Hann hefur átt í ágreiningi við ríkisstofnanir varðandi samþykki og notkun lyfsins gegn Covid, en Lyfjastofnun er mótfallin notkun þess.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segist Guðmundur Karl vera byrjaður að ávísa sjúklingum lyfið gegn Covid. Heilbrigðisráðuneytinu hafi verið tilkynnt um það með erindi til heilbrigðisráðherra.

„Mikil og góð verkun lyfsins liggur fyrir, jafnvel er talið að það skili yfir 91% árangri gegn Covid utan sjúkrahúsa. Öllum má vera ljóst hve mikil jákvæð áhrif lyfið hefði haft til að draga úr álagi af sjúkrahúsinnlögnum, gjörgæslu og fækkun dauðsfalla,“ skrifar hann.

Guðmundur Karl segir þann galla vera á gjöf Njarðar að verðlagning lyfsis komi í veg fyrir almenna notkun þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina