Konan er á batavegi

Atvikið átti sér stað síðdegis á miðvikudag fyrir framan Dalskóla …
Atvikið átti sér stað síðdegis á miðvikudag fyrir framan Dalskóla í Úlfarsárdal. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Kona sem ráðist var á með öxi fyrir framan Dalskóla í Úlfarsárdal á miðvikudag er á batavegi.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við mbl.is.

Karlmaður réðst með exi á fyrrverandi eiginkonu sína síðdegis á miðvikudag og var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

„Líðan þess sem varð fyrir árásinni er bara nokkuð góð miðað við árásina,“ segir Grímur, en konan særðist töluvert.

Rannsókn miðar vel, að sögn Gríms, en árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Hluti af rannsókninni hefur verið að tala við fólk sem varð vitni að atvikinu.

Árásin átti sér stað þegar foreldrar voru að sækja börn sín í frístund og urðu því bæði foreldrar og börn vitni að henni, ásamt starfsfólki skólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert