Vísa ásökunum Eflingar til föðurhúsanna

Forsvarsmenn Íslandshótela vísa ávirðingum og ásökunum Eflingar, um nokkurs konar þrýsting eða ólögmætar hótanir í garð starfsfólks, til föðurhúsanna í fréttatilkynningu.

Íslandshótel segja í tilkynningu sinni fulltrúa Eflingar hafa haft óheftan og greiðan aðgang að öllum starfsmönnum Íslandshótela sem eru í Eflingu en því miður hafi komið fram villandi upplýsingar í þeim samskiptum, sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafi séð sig knúna til að leiðrétta.

Forsvarsmenn Íslandshótela segja engan þrýsting hafa verið viðhafðan af hálfu Íslandshótela gagnvart starfsfólki hótelanna og að enginn afskipti hafi átt sér stað vegna yfirstandandi verkfallskosninga né hótanir af nokkru tagi.

Þannig hafna Íslandshótel ávirðingum Eflingar með öllu, eins og segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert