Samþykktu að loka Borgarskjalasafninu

Borgarskjalasafn hefur verið í umfangsmikilli umræðu seinustu vikur, eftir að …
Borgarskjalasafn hefur verið í umfangsmikilli umræðu seinustu vikur, eftir að borgarstjóri lagði fram tillögu um að leggja safnið niður. mbl.is/Árni Sæberg

Tillaga borgarstjóra um framtíðarstarfsemi Borgarskjalasafns var samþykkt á borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu.

Tillaga frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins um að tillögunni yrði vísað frá var felld. Einnig var breytingartillaga Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks, Vinstri grænna og Flokks fólksins felld.

Marta Guðjónsdóttir mælti fyrir hönd borgarstjórnarminnihluta þar sem hún óskaði eftir nafnakalli í atkvæðagreiðslu um tillöguna.

Þeir borgarfulltrúar sem kusu með tillögunni voru Alexandra Briem, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Einar Þorsteinsson, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Nordal, Sara Björg Sigurðardóttir, Skúli Helgason, Þorvaldur Daníelsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Þeir borgarfulltrúar sem kusu á gegn tillögunni voru Friðjón R. Friðjónsson, Helgi Áss Grétarsson, Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Kolbrún Baldursdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir,  Stefán Pálsson og Trausti Breiðfjórð Magnússon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert