Fimm hugmyndir um Keldnaland fá 7,7 milljónir

Fimm verkefni um uppbyggingu Keldnalands hafa verið valin.
Fimm verkefni um uppbyggingu Keldnalands hafa verið valin. Gervihnattamynd/Google

Fimm tillögur um uppbyggingu og þróun Keldnalands hafa nú verið valdar til þess að þróa hugmynd sína áfram. Alls bárust 36 tillögur í fyrsta þrepi keppninnar, sem er alþjóðleg og mun öðru þrepi ljúka þann 18. ágúst næstkomandi. Dómnefnd kom saman til þess að velja tillögurnar fimm 8. til 10. maí síðastliðinn.

Hugmyndirnar fimm hljóta hver um sig fimmtíu þúsund evrur eða rúmar 7,7 milljónir króna til þess að þróa hugmyndir sínar áfram. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir í september.  

„[...]teymi fá greiddar 50.000 evrur til að setja fram áhugaverða og raunsæja hugmynd að nýju þéttbyggðu, fjölbreyttu og kolefnishlutlausu hverfi, sem verður vel tengt innan borgarinnar og á höfuðborgarsvæðinu öllu,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert