„Ég er bara mjög ánægð með Ísland“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mjög ánægð með leiðtogafund Evrópuráðsins, sem lauk í Reykjavík í gær, bæði hvernig til tókst við að halda þennan fjölmenna og flókna fund, en þó ekki síður með niðurstöður hans. Morgunblaðið náði tali af Katrínu eftir annríka daga og spurði fyrst hvort það drægi dilk á eftir sér innan Atlantshafsbandalagsins að aðildarríkin Ungverjaland og Tyrkland tækju ekki þátt í tjónaskráningu Evrópuráðsins vegna hernaðar Rússa í Úkraínu.

„Í þessu máli tekur hvert ríki sína afstöðu, algerlega óháð öðru alþjóðasamstarfi. Við höfum skilning á misjafnri aðstöðu ríkja til þess. Stóra myndin er sú að við erum mjög ánægð með hina miklu þátttöku í tjónaskránni og ekki útilokað að fleiri bætist við.“

Í ályktun fundarins er talað hraustlega um gildi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) og að dómar hans eigi að hafa fortakslaust gildi og vera aðfararhæfir. Ekki er það í samræmi við íslensk lög?

„Auðvitað eiga íslenskir dómstólar alltaf lokaorðið, en á móti hafa dómar MDE vægi hér og við höfum brugðist við þeim, m.a. með lagabreytingum. Ísland hefur stutt það að tala fyrir sterkum Mannréttindadómstóli.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert