73% vill aukið fjármagn í riðuvarnir

73% þjóðarinnar eru sammála því að íslenska ríkið eigi að …
73% þjóðarinnar eru sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjármagn í aðgerðir til að koma í veg fyrir riðu í sauðfé. mbl.is/Árni Sæberg

73% þjóðarinnar eru sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjármagn í aðgerðir til að koma í veg fyrir riðu í sauðfé. 

Þetta kemur fram í könnun Prósent sem var framkvæmd dagana 25. apríl til 12. maí og bárust 1.366 svör. 

Tölfræði/Prósent

Flestir eru sammála í elsta aldurshópnum, 65 ára og eldri, og er marktækur munur á afstöðu þeirra og annarra aldurshópa. Flestir eru ósammála í aldurshópnum 25-34 ára.

Tölfræði/Prósent

Þá er einnig marktækur munur á afstöðu eftir búsetu. 86% þeirra sem búa á Norðurlandi og 85% íbúa á Suðurlandi eru mjög eða frekar sammála auknu fjármagni. 

Tölfræði/Prósent
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert