Útboðum aflýst eða frestað

Landsvirkjun hefur verið að endurskoða áætlanir sínar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar …
Landsvirkjun hefur verið að endurskoða áætlanir sínar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi virkjanaleyfi sem Orkustofnun hafði gefið út. Rax / Ragnar Axelsson

Landsvirkjun hefur fallið frá öllum útboðum sem auglýst höfðu verið vegna byggingar Hvammsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár. Í gær sendi fyrirtækið tilkynningu þess efnis til þeirra fjölmörgu sem sótt höfðu gögn á útboðsvef vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Jafnframt hefur fyrirhuguðum útboðum á aflvélum virkjunarinnar og byggingarframkvæmdum verið frestað um óákveðinn tíma.

Endurskoða áætlanir

Landsvirkjun hefur verið að endurskoða áætlanir sínar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi virkjanaleyfi sem Orkustofnun hafði gefið út. Fram kom hjá orkumálastjóra þegar úrskurðurinn lá fyrir að ómögulegt væri að segja til um hversu langan tíma myndi þurfa til að leysa úr málinu. Fyrstu viðbrögð Landsvirkjunar voru að segja að mögulega myndi úrskurðurinn seinka framkvæmdinni eitthvað.

Nú liggur fyrir að upphafi framkvæmda mun seinka en ekki liggur fyrir hversu mikið. Auglýst höfðu verið útboð vegna framkvæmda við vegagerð, vinnuplön og efnisvinnslu í frárennslisskurði. Þeir sem sótt hafa gögn um þessar framkvæmdir hafa nú fengið tilkynningu um að fallið hafi verið frá útboðinu. Til stóð að ferli vegna útboða á aflvélum virkjunarinnar hæfist á næstu vikum og að byggingarframkvæmdir yrðu boðnar út í haust. Þessi útboð munu frestast, samkvæmt upplýsingum Ragnhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert