Ekki beðið um undanþágu fyrir Ísland

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir í samtali við mbl.is að …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir í samtali við mbl.is að Ísland hafi ekki sótt um undanþágur. mbl.is/Hákon Pálsson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir í samtali við mbl.is að ný tilskipun Evrópusambandsins, ESB, um losunarkvóta fyrir skipafélög verði tekin upp á Íslandi án beiðni um undanþágu.

„Það eru engar sérstakar aðstæður sem kalla á það að ETS kerfið á skipaflutninga eigi ekki við um Ísland umfram önnur lönd. En það á eftir að fara með þetta mál í gegnum EES-ferlið og það á eftir að fara í viðeigandi ráðuneyti, þingið og svo eru ákveðin frágangsatriði sem við leysum á heimavettvangi. En við höfum gert ráð fyrir, og gerum ráð fyrir, að ETS-kerfið verði tekið upp sem hluti af EES,“ segir Þórdís.

Ekki hægt að bera saman við flugmálið

Þegar álíka mál kom upp fyrr á árinu um gjöld vegna losunar í flugi fór Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með erindið á fund með æðstu embættismönnum ESB og náði fram frestun á gildistökunni hér á landi.

Þórdís telur ekki forsendur fyrir því að bera málin tvö saman. 

„Það er ekki hægt að bera þetta saman við flugmálið svokallaða. Það er ekki hægt að bera saman áhrifin og afleiðingarnar af þessari tilskipun, þar sem jafnræðis var almennt gætt og áhrifin önnur og minni. Í flugmálinu var ekki jafnt gefið og þurftum við að sýna fram á mikla sérstöðu vegna staðsetningar og viðskiptamódelsins sem Keflavíkurflugvöllur er með. Þau sjónarmið eiga ekki við í þessu máli,“ segir hún og bætir við:

„Áhrifin eru almennt mildari því að skipafélögin eru almennt að koma við í færeyjum sem þýðir að þau borga bara 50% losun þar sem Færeyjar eru þriðja ríki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert