Skipulagsstofnun gagnrýnir Isavia

Skipulagsstofnun hefur birt álit á umhverfismatsskýrslu Isavia um stækkunina.
Skipulagsstofnun hefur birt álit á umhverfismatsskýrslu Isavia um stækkunina. Mynd/Isavia

Skipulagsstofnun hefur birt álit á umhverfismatsskýrslu Isavia vegna framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar til ársins 2032.

Í niðurstöðukafla álitsins er gagnrýnt að í fyrri framkvæmdum við stækkun flugstöðvarinnar sem nú er lokið hafi framkvæmdirnar ekki alltaf hlotið málsmeðferð skv. lögum um umhverfismat og einnig er gagnrýnt að ráðist hafi verið í framkvæmdir við austurálmuna í fyrra áður en lokið var við umhverfismat vegna stækkunar flugvallarins.

22.000 m² stækkun

„Árið 2022 hófust framkvæmdir við 22.000 m² stækkun á flugstöðinni til austurs, svokölluð austurálma, sem er framkvæmd sem er hluti af þessu umhverfismati. Að mati Skipulagsstofnunar hafa leyfisveitingar og uppbygging á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum ekki verið í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda eða eldri lög um mat á umhverfisáhrifum. Telur Skipulagsstofnun það ámælisvert af hálfu Isavia að hafa ráðist í uppbyggingu austurálmu áður en lokið var við umhverfismat vegna stækkunar flugvallarins,“ segir um þetta í áliti Skipulagsstofnunar.

Í umfjöllun Skipulagsstofnunar segir að um sé að ræða áform um viðamiklar framkvæmdir við flugstöðina sem m.a. felist í stækkun núverandi bygginga eða að reistar verði nýjar, allt að 180.000  að stærð, byggingu tveggja bílastæðahúsa, samtals um 100.000  að stærð, framkvæmdum við flugbrautarkerfið, fraktflutningamiðstöð og fleira.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert