Íslendingum býðst Facebook í áskrift

Meta hyggst bjóða fólki upp á áskriftarleiðir.
Meta hyggst bjóða fólki upp á áskriftarleiðir. AFP

Meta, móðurfélag Facebook og Instagram hefur tilkynnt um að frá og með mars á næsta ári gefist fólki á Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss kostur á að kaupa áskrift sem veitir auglýsingalausa upplifun af samfélagsmiðlunum.

Með þessu er fyrirtækið að bregðast við regluverki Evrópusambandsins sem þrengt hefur að starfsemi tæknirisa á markaði. Þá sérstaklega hvað varðar gagnasöfnun um hegðun einstaklinga á netinu.

Áskrift fyrir eldri en 18 ára

Í tilkynningu kemur fram að áskrift komi til með að kosta sem nemur 1.474 kr. á tölvu, en 1.917 kr. í síma.

Eftir sem áður gefst fólki kostur á að nota miðlana endurgjaldslaust. Einungis þeir sem eru yfir 18 ára aldri fá að kaupa áskrift.

Með þessu vonast Meta til þess að lægja öldur óánægju með háttsemi þeirra hvað gagnaöflun um einstaklinga varðar. Með hjálp öflunarinnar er hægt að persónumiða auglýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert