Icesave-deilan var ekki pólitískt vopn

Ólafur Ragnar Grímsson segir að það hafi ekki verið hluti af því að afla stuðnings meðal þjóðarinnar þegar hann ákvað að synja lögum um ríkisábyrgð á Icesave-samningum staðfestingar.

Þetta segir hann í viðtali við blaðamennina Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson sem settust niður með forsetanum fyrrverandi á Hótel Holti í tilefni þess að Morgunblaðið efnir nú til hringferðar í tilefni 110 ára útgáfusögu þess. 

Upptaka viðtalsins fór fram á Hótel Holti, frægu veitingahúsi þar …
Upptaka viðtalsins fór fram á Hótel Holti, frægu veitingahúsi þar sem miðstöð valdsins var í áratugi að sögn Ólafs Ragnars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sumarið 2008 ert þú endurkjörinn í þriðja sinn. Þú verður sjálfur mjög umdeildur í hruninu. Menn töldu að þú hefðir verið í fylgislagi við bankana og útrásina og menn voru að spyrða þig saman við það sem menn töldu að væri orsökin að hruninu.

Var þetta [Icesave-málið] ekki áhætta sem þú varðst að taka til þess að framlengja þitt pólitíska líf?

„Nei. það er nú ekki þannig. Þegar þú hefur verið kosinn svona nokkrum sinnum til þessa embættis og hefur farið í gegnum ýmsar aðrar kosningar þá er þetta ekki þannig að þú sitjir og sért í einhverjum kosningaspekúlasjónum þegar erfiðar ákvarðanir blasa við. Mönnum lærist það smátt og smátt, því þú spurðir áðan Andrés um hvernig það var að verða forseti. Menn bera virðingu fyrir embættinu, menn bera virðingu fyrir þjóðinni og stjórnskipaninni og það skiptir allt meira máli heldur en einhver kosningataktík.“

Forsíða Morgunblaðsins að morgni 21. febrúar 2011 eftir að Ólafur …
Forsíða Morgunblaðsins að morgni 21. febrúar 2011 eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði synjað lögum um Icesave-samninga staðfestingar öðru sinni.

Engin klappstýra auðvaldsins

Hann hafnar því auk þess að hann hafi gerst einskonar klappstýra bankakerfisins fyrir bankahrunið og þar með tekið þátt í dansinum kringum gullkálfinn.

„Varðandi aðdragandann að hruninu og annað í þeim efnum þá taldi ég strax frá upphafi, alveg á sama hátt og forsetinn veitti brautargengi bókmenntum og listum og ýmsu öðru að þá væri það líka eðlilegt að forsetinn veitti brautargengi atvinnulífi, viðskiptum og svo framvegis. Og í tíð fyrirrennara minna hafði verið talið eðlilegt ef í hlut átti svona saltfiskur og lopi. Þannig að það var eðlilegt að vera klætt Álafossflíkum og slíku [...]“

Viðtalið við Ólaf Ragnar má heyra í heild sinni hér:



Nokkur hundruð manns komu saman við Bessastaði daginn sem talsmenn …
Nokkur hundruð manns komu saman við Bessastaði daginn sem talsmenn samtakanna InDefence funduðu með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Mikill hiti var í samfélaginu vegna Icesave-deilunnar. Morgunblaðið/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert