Staðsetning við Keflavík talin best

Í skýrslunni segir að stærð og staðsetning við Keflavík sé …
Í skýrslunni segir að stærð og staðsetning við Keflavík sé betri kostur. Kort/mbl.is

Umhverfisáhrif fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju þýska fyrirtækisins Heidelberg Cement Pozzolanic Materials ehf. (HPM) á iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar eru metin allt frá því að verða verulega jákvæð yfir í talsvert neikvæð í ítarlegri umhverfismatsskýrslu sem Mannvit vann fyrir Heidelberg og lögð hefur verið fram til kynningar og umsagna.

Frá því að upphaflegar áætlanir voru kynntar hefur sú breyting orðið varðandi staðsetningu verksmiðjunnar að fyrirtækið gerir nú ráð fyrir að aðalvalkostur fyrir staðsetningu hennar verði sunnan við bæinn á iðnaðarsvæði við Keflavík. Það er nokkru vestan við íbúðabyggðina í Þorlákshöfn, en er talið henta vel undir fyrirhugaða starfsemi af þessu tagi. Lóðin við Skötubót nálægt hafnarsvæði Þorlákshafnar sem hefur verið valkostur eitt er nú talin vera of lítil fyrir þessa starfsemi og er mun nær íbúðabyggð. Staðsetning verksmiðjunnar þar hefði t.a.m. þýtt að breyta þyrfti núverandi höfn töluvert.

Í skýrslunni segir að stærð og staðsetning við Keflavík sé betri kostur. „Svæðið er skilgreint sem iðnaðar/athafnarsvæði í skipulagi og gert er ráð fyrir starfsemi af þessu tagi á svæðinu. Nægt rými er fyrir starfsemina og þar af leiðandi hægt að hafa byggingar lægri með minni ásýndaráhrifum.

Mögulegt er að byggja nýja höfn við lóðina og setlón sem gerir aðkomu skipa með efni úr sjó fýsilega. Lóðin liggur upp að lóðum þar sem landeldi verður starfrækt,“ segir í skýrslunni.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert