Sérsveitarmenn síga niður: Dýpi sprungunnar óljóst

Frá aðgerðum á vettvangi í Grindavík í dag.
Frá aðgerðum á vettvangi í Grindavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérsveitarmenn hafa sigið niður í sprunguna í Grindavík, sem talið er að verktaki sem var að störfum á svæðinu hafi fallið ofan í. 

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að búið sé að kalla út sveitir frá öllum Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.

Frá leitar- og björgunaraðgerðum í Grindavík í dag.
Frá leitar- og björgunaraðgerðum í Grindavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki vitað hversu djúp sprungan er

Vinnufélagi mannsins tilkynnti um hvarf mannsins á ellefta tímanum í morgun en ekki er vitað með vissu hvort maðurinn féll ofan í sprunguna.

Vísbendingar eru um að svo hafi verið raunin, en til að mynda hefur verkfæri hans fundist í sprungunni.

Bogi kveðst ekki vita hversu sprungan sé djúp. Þá kveðst hann ekki vita til þess að frekari vísbendingar séu komnar fram um að maðurinn sé fyrir víst ofan í sprungunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert