Hafi skilað umtalsverðri arðsemi

Úr fjórðu þáttaröð True Detective.
Úr fjórðu þáttaröð True Detective.

Endurgreiðslukerfi í kvikmyndaframleiðslu hefur skilað umtalsverðri efnahagslegri arðsemi á Íslandi á síðustu árum. Þetta er niðurstaða úttektar breska ráðgjafarfyrirtækisins Olsberg SPI um efnahagslegan ávinning af íslenska kvikmyndaendurgreiðslukerfinu. Úttektin var kynnt á ráðstefnu í Hörpu í liðinni viku undir yfirskriftinni Aukum verðmætasköpun í kvikmyndagerð á Íslandi til framtíðar.

Það var Jonathan Olsberg sem kynnti úttektina en hann er sagður vera meðal fremstu sérfræðinga í efnahagslegum ávinningi af kvikmyndagerð og hefur góðan samanburð við önnur lönd í gegnum störf sín. Á heimasíðu fyrirtækisins má sjá að það hefur á liðnum árum unnið viðlíka greiningar í Oakland, Illinois, Mexíkó og á Fídjíeyjum svo nokkur dæmi séu nefnd. Skýrslan er um 50 síður og er birt í heild sinni á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þar er einnig að finna samantekt á helstu niðurstöðum á íslensku.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert