Malbika hægri akrein á Reykjanesbraut á morgun

Stefnt er að því að fræsa og malbika kafla á …
Stefnt er að því að fræsa og malbika kafla á Reykjanesbraut á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að því að fræsa og malbika hægri akrein á Reykjanesbraut, á milli gatnamóta við Vogaveg og Grindavíkurveg, á morgun. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Colas.

Kaflinn sem um ræðir er um 2,5 kílómetrar að lengd og hraði verður tekinn niður framhjá framkvæmdasvæði. Viðeigandi merkingar verða settar upp, að er kemur fram í tilkynningunni.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 5 til klukkan 21.

„Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningunni.

Rampur af Reykjanesbraut inn á Grindavíkurveg verður lokaður,hjáleið er um …
Rampur af Reykjanesbraut inn á Grindavíkurveg verður lokaður,hjáleið er um mislæg gatnamót við innri-Njarðvík. Skjáskot/Colas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert