Foreldrar standa vaktina umhverfis skólann

Foreldrar barna í Víðistaðaskóla standa vaktina á helstu gönguleiðum umhverfis …
Foreldrar barna í Víðistaðaskóla standa vaktina á helstu gönguleiðum umhverfis skólann. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sjö foreldrar standa vaktina á helstu gönguleiðum umhverfis Víðistaðaskóla nú í morgunsárið til að gæta barna á leið í skólann. 

Þetta segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður Foreldrafélags Víðistaðaskóla, í samtali við mbl.is.

Það er foreldrafélag skólans sem skipuleggur vaktirnar og hafa þær verið skipulagðar áfram næstu daga. 

Foreldravaktin kemur ekki til af góðu en öryggisráðstafanir í Víðistaðaskóla hafa verið auknar til muna eftir fjögur atvik í Hafnarfirði þar sem veist var að börnum eða þeim ógnað. 

Uggur í fólki vegna málsins

Aðspurður segir Björn foreldra í hverfinu taka einn dag í einu. Búið sé að ákveða að halda foreldravaktinni áfram næstu daga en ekki sé ljóst með framhaldið.

Þá segir hann enn ugg í fólki vegna málsins og að foreldrum finnist ástandið óþægilegt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert