F-listi vill lækka álögur á eldri borgara

Frambjóðendur F-lista kynntu stefnumál flokksins í dag.
Frambjóðendur F-lista kynntu stefnumál flokksins í dag. mbl.is/Eyþór
F-listinn í Reykjavík hefur ákveðið að lækka álögur á eldri borgara. og örorkulífeyrisþega. Í því skyni vill flokkurinn hækka tekjumörk fyrir niðurfellingu fasteignagjalda um 100% þegar á næsta ári.

Afsláttur fyrir eldri borgara er áætlaður 195 milljónir króna á árinu 2006 en við hækkun tekjumarka um 100% á árinu 2007 má ætla að afslátturinn verði á milli 400-500 milljónir króna.

Fram kom á blaðamannafundi F-listans í dag, að flokkurinn telji þetta raunhæfa aðgerð til að hjálpa öldruðum og öryrkjum að búa í eigin húsnæði eins lengi og þeir kjósa og að þetta fari vel saman við fyrirætlanir flokksins um eflingu heimaþjónustu í borginni.

Heimasíða Frjálslynda flokksins

mbl.is