Vill skattkerfið í mörgum þrepum

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Samfylkingin ætti að beita sér fyrir því að tekið verði upp þrepskipt skattkerfi á Íslandi. Þá skoðun viðraði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem sækist eftir endurkjöri í kosningunum í vor, á málfundi á Hótel Borg á fimmtudag. Hún sagði Samfylkinguna einnig eiga að ganga bundna til kosninga að því leytinu til að mynda eigi félagshyggjustjórn eftir kosningar.

„Mín skoðun er sú, og ég tek fram að það er mín persónulega skoðun, að við sem flokkur eigum að skoða af alvöru allar hugmyndir um þrepskipt skattkerfi. En ekki í formi þess hátekjuskatts sem við þekkjum frá fyrri árum,“ sagði Steinunn Valdís á fundinum, sem hún boðaði sjálf til og fékk Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði og Indriða H. Þorláksson ráðuneytisstjóra til að ávarpa. „Tekjuviðmiðið var svo lágt að það bitnaði mjög á millitekjuhópum samfélagsins,“ sagði hún og vísaði til fólks sem hefði unnið mikið og haft þokkalegar tekjur á meðan það var að koma sér upp þaki yfir höfuðið.

Þá sagði Steinunn Valdís að efla þyrfti eftirlitsstofnanir samkeppnis- og fjármála, efla eftirlitshlutverk Alþingis, auk þess sem Alþingi þyrfti að slíta sig laust frá framkvæmdavaldinu til þess að verða öflugri og mikilsvirtari vettvangur en það er í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »