Ólafur mælist með mest fylgi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mikill viðsnúningur hefur orðið í fylgi við forsetaframbjóðendurna Ólaf Ragnar Grímsson og Þóru Arnórsdóttur ef marka niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Capacent Gallup sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins.

Rúmlega 45% segjast ætla að kjósa Ólaf Ragnar nú en í síðustu könnun Capacent mældist hann með 37% fylgi. 37% styðja Þóru Arnórsdóttur en fylgi hennar mældist 46% í síðustu könnun. Ólafur mælist því með 9% forskot nú.

Ari Trausti Guðmundsson mælist með 9% fylgi, Herdís Þorgeirsdóttir rúm 4%, Andrea J. Ólafsdóttir tæplega 3%, Ástþór Magnússon tæp 2% og hannes Bjarnason með 0,3%. Skoðanakönnunin var gerð dagana 18.-25. maí síðastliðinn og var úrtakið 1.350 manns.

Tvær aðrar skoðanakannanir hafa verið birtar í dag. Í morgun birtist könnun Fréttablaðisins og Stöðvar 2 en þar mældist Ólafur Ragnar með 53,9% en Þóra 35,4%. Í könnun MMR sem birt var eftir hádegi voru Ólafur og Þóra bæði með 41,2%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert