Flestir treysta Árna Páli til að verða formaður

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. Friðrik Tryggvason

Flestir treysta Árna Páli Árnasyni til að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, samkvæmt nýrri könnun MMR sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Í heild mældist Árni Páll með 19,7% en með 26,3% meðal stuðningsmanna flokksins. Næst á eftir koma þau Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu á fréttavef sínum og ræðir við Árna Pál um niðurstöður könnunarinnar. Árni segir þetta mjög ánægjulega niðurstöðu og hann líti á hana sem hvatningu.

Samkvæmt könnun MMR treysta 19,7% Árna Páli best sem næsta formanni Samfylkingarinnar, 15,4% treysta Guðbjarti best og 15% Katrínu. Þar á eftir kemur Dagur B. Eggertsson, varaformaður flokksins, með 10,9%.

Þegar aðeins var litið til stuðningsmanna Samfylkingarinnar treystu 26,3% Árna Páli best, 24,3% treystu Katrínu best og 17,1% Guðbjarti. Aðeins 8,1% stuðningsmanna Samfylkingarinnar treysta Degi B. best til að verða næsti formaður flokksins.

Viðskiptablaðið boðar nánari umfjöllun um könnunina á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina