Sóley verður forseti borgarstjórnar

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, verður forseti borgarstjórnar.
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, verður forseti borgarstjórnar.

Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, verður forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, formaður borgarráðs.

Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, fær sæti í borgarráði og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, verður borgarstjóri samkvæmt samkomulagi um meirihlutasamstarf flokkanna fjögurra í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.

Samkomulagið verður kynnt í dag með fyrirvara um samþykki flokksstofnana, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »