Skoðanakúgun í flokknum

Um 40 atkvæðum munaði á Sigmundi Davíð og Sigurði Inga ...
Um 40 atkvæðum munaði á Sigmundi Davíð og Sigurði Inga á flokksþinginu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég get staðfest að það er fótur fyrir því að fólk var hvatt til að strika út nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á kjörseðlinum,“ segir Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna.

Nafn Sigmundar Davíðs var strikað út 817 sinnum, en það eru 18% þeirra atkvæða sem greidd voru Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi. Í yfirlýsingu sem hann sendi samflokksmönnum í kjördæmi sínu segir hann að hópur manna hafi hvatt til útstrikana.

Anna Kolbrún segir það einkenna andrúmsloftið í flokknum að ekki sé um frjáls skoðanaskipti að ræða og skoðanakúgunar gæti. „Það er mjög áberandi að fólk í hópi stuðningsmanna Sigmundar Davíðs, sem reynir að tjá sig, er kveðið í kútinn samstundis af samflokksmönnum, því þeim finnst greinilega skoðanirnar ekki vera réttar,“ segir Anna í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »