Auknar líkur á þriggja flokka stjórn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa aukist að nýju. Formenn flokkanna þriggja ræddu saman í gær. Þetta kemur fram í hádegisfréttum RÚV. Þar kemur fram að síðan þá hafi verið óformlegar þreifingar milli formanna flokkanna. Þeir verjast hins vegar allra fregna, samkvæmt RÚV.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV hafa viðræður átt sér stað um helgina. Þannig ræddu saman í gær þeir Benedikt Jóhannesson, Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé. Samkvæmt heimildum hafa líkurnar á því að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð hefji formlegar viðræður aukist að nýju, en áður hafði slitnað upp úr viðræðum flokkanna. Heimildir herma að nú séu menn líklegri til þess að gefa eftir í viðræðum, þegar hætta á stjórnarkreppu hefur aukist.

Frétt RÚV

Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson.
Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson. mbl.isEggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert